Blómkálsmús og kryddaðar baunir

Skálar

  • Blómkálsmús með steiktu góðgæti
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þessi einfalda máltíð er tilbúin á 30 mínútum. Blómkálið er skorið niður og bakað í ofni, og á meðan sultum við laukinn og snöggsteikjum baunirnar og grænmetið. Svo maukum við blómkálið og þá er allt tilbúið.

  • 2 blómkálshöfuð, skorin í frekar litla bita
  • sjávarsalt og pipar
  • 2-3 msk ólífuolía eða jurtasmjör
  • 1 msk curry paste
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • smá olía til að steikja upp úr
  • ½ spergilkálshöfuð, skorið í litla bita
  • 3 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
  • smá olía til að steikja upp úr
  • 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 sítróna (lífræn), skorin í sneiðar
  • 2 msk eplaedik, lífrænt
  • 2 msk vatn
  • 2 msk hlynsíróp
  • 2 msk sítrónusafi
  • ½ tsk sjávarsalt

Blómkálsmús

Hitið ofninn í 180°C

Setjið blómkálsbitana á bökunarpappír í ofnskúffu og kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar.

Gott að skvetta smá olíu yfir og 1 msk af vatni.

Bakið við 180°C í um 15 mín eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.

Gott er að undirbúa meðlætið á meðan blómkálið bakast, áður en blómkálið er maukað.

Setjið blómkálið í matvinnsluvél ásamt ólífuolíu eða jurtasmjöri og maukið þar til verður að mús.

Kryddaðar kjúklingabaunir

Setjið smá olíu á pönnu og bætið karry maukinu út á og hrærið því saman við olíuna.

Sigtið vatnið frá kjúklingabaununum og bætið þeim út á, steikið í 3-4 mín.

Grænmeti

Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið í nokkrar mínútur.

Sultaður laukur

Setjið laukinn í krukku með sítrónunni.

Hellið restinni af uppskriftinni yfir, setjið lokið á og hristið. Látið standa í smá stund.

Sultaði laukurinn geymist vel í kæli.