Fyrirsagnalisti
Ljúffeng spínatbaka með bragðmiklu kryddmauki.
Frábært borið fram með hrísgrjónum eða hrísgrjónanúðlum.
- 3 gulrætur, rifnar
- 1 lítil eða ½ stærri sæt kartafla, rifin
- ¼ sellerírót, rifin
- 1 blómkálshöfuð, smátt skorið
- 2 dl soðnar brúnar linsur (tæplega 1 dl ósoðnar)
- 400 ml kókosmjólk (eða 400ml vatn)
- 500g (1 krukka) maukaðir tómatar
- 3 msk tómatpúrra
- 4 hvítlauksrif
- 1 msk ítölsk kryddblanda
- (eða 2 tsk oregano + 1 tsk basil)
- 1 tsk sjávarsalt
- cayenne pipar af hnífsoddi
- 250g lasagna blöð
- 200g rifinn jurtaostur
Sjóðið linsur skv. leiðbeiningum á pakka. Rífið gulrætur, sæta kartöflu og sellerírót á grófu rifjárni (t.d. hentugt að nota rifjárnið í matvinnsluvélinni). Skerið blómkálið mjög smátt, (t.d. gott að skera það í bita og setja í matvinnsluvélina og telja upp að 5, þá verður það mjög fínt niður skorið og minnir áferðin á hakk). Setjið allt (nema lasagna blöð og ost) í pott og látið suðuna koma upp, lækkið og látið sjóða í um 5-10 mín.
Hitið ofninn í 200°C og raðið í eldfast form á meðan ofninn er að hitna:
1 lag grænmetisfylling
1 lag lasagna plötur
1 lag rifinn ost
Endurtakið
Setjið formið inn í heitan ofninn og bakið í um 25 mín.
Berið fram með góðu pestói + fersku salati.
Njótið!
Þessi réttur kemur upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu. Þegar hún prófaði síðan að baka þetta kúrbíts-lasagne í ofni lyftist rétturinn upp á enn hærra plan. Hún notar þunnt skornar kúrbíts-sneiðar í staðinn fyrir lasagne-plötur. Úr verður ljúffeng máltíð stútfull af grænmeti og góðu bragði.
Auðvelt er að útbúa þetta lasagne. Fyrst er að útbúa tvær fljótlegar sósur og svo er kúrbíturinn skorinn í þunnar sneiðar (með peeler eða ostaskera). Svo er bara að raða í eldfast mót í lögum og baka í ofni. Ef þið viljið stytta ykkur leið er tilvalið að nota tilbúið
grænt pestó frá Himneskt í staðinn fyrir heimagerða pestóið.
Hægt er að sjá nákvæmari leiðbeiningar með myndum hér:
Kúrbíts lasagna Mæðgnanna
Ljúffengar eggaldinrúllur með vegan pestó fyllingu. Þessar rúllur eru rosalega góðar á hátíðarborðið! Geta bæði verið aðalréttur með góðu meðlæti, eða verið meðlæti með góðum aðalrétt.
Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér.
Bragðgóður kúrbítspizzubotn. Bestur með þínu uppáhalds áleggi.
Spínatlasagna er ljúffengur réttur fyrir alla fjölskylduna. Gott að bera fram með góðu pestói og fersku salati eða ofnbökuðu rótargrænmeti.