Spínat lasagna
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Spínatlasagna er ljúffengur réttur fyrir alla fjölskylduna. Gott að bera fram með góðu pestói og fersku salati eða ofnbökuðu rótargrænmeti.
- 1 pk lasagnablöð (helst úr grófu mjöli)
- fylling:
- 1-2 msk kókosolía
- 2-3 laukar, smátt saxaðir
- 150g ferskt spínat
- ½ tsk múskat
- 1 tsk karrí (duft eða paste)
- 1 tsk salt
- 1 - 2 dósir kókosmjólk
- 200 -300g rifinn ostur að eigin vali, t.d. jurtaostur
- 200 - 300g soðnar kartöflur
Mýkið laukinn í kókosolíunni, í u.þ.b. 10 mín. Bætið þá spínatinu út í smátt og smátt, ásamt kryddinu og kókosmjólkinni og leyfið þessu að malla í u.þ.b. 10 mín.
Setjið fyllinguna í skál og bætið ostinum og kartöflunum út í.
Setjið í lögum í ofnfast mót: lasagnaplötur og fyllingu til skiptis. Hægt er að strá smá aukaosti yfir fyllinguna áður en lasagnaplöturnar eru settar ofan á fyllinguna. Eins er hægt að hella smá auka kókosmjólk hringinn í kringum formið innanvert ef fyllingin er of þurr.
Stráið smávegis osti yfir og bakið við 200°C í um 25-30 mín. Hafið lok eða álpappír yfir lasagnanu allan tímann, að undanskildum síðustu 5 mín, en þá er gott að baka loklaust.
Hægt að gera þessa uppskrift glútenlausa ef notaðar eru glútenlausar lasagnaplötur og mjólkurlausa ef notaður er jurtaostur.