Gulrótarsúpa
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Gulrótarsúpa
- 1 msk kókosolía
- 1 laukur, hakkaður
- 3-4 hvítlauksrif, pressuð
- 1 msk engiferskot
- 1 tsk madras karrí
- 1 tsk túrmerik
- 500 g gulrætur, niðurskornar
- 1 ½ dl rauðar linsur
- 1 l vatn
- 1 ½ msk grænmetiskraftur
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 msk sítrónusafi
- 25 g kóríander
Setjið kókosolíuna í pott ásamt lauk, hvítlauk, engifer, karrí, túrmerik og gulrótum og mýkið í 2 mínútur.
Bætið svo linsum, vatni, grænmetiskrafti og salti út í og sjóðið í 15 - 20 mínútur, eða bara þar til gulræturnar og linsurnar eru soðnar.
Bætið sítrónusafanum við og kælið örlítið áður en þið skellið öllu í matvinnsluvélina (eða góðan blandara) og maukið í silkimjúka súpu.
Hakkið kóríanderinn og hrærið út í.
Kasjúrjómi
- 2 dl kasjúhnetur, leggið í bleyti í 2 klst
(má vera lengur eða skemur) - 2 dl vatn
- 1 tsk sítrónusafi
- 1/2 - 1 msk hlynsíróp
- 1 vorlaukur
- sjávarsalt af hnífsoddi
Hellið vatninu af hnetunum. Setjið 2 dl af nýju vatni í blandarann ásamt hnetunum, sítrónusafa, hlynsíróp, vorlauk og salti. Blandið þar til silkimjúkt.
Hellið súpunni í skálar og setjið nokkrar matskeiðar af kasjúrjóma út í hverja skál, skreytið með kóríander og vorlauk.