Chili sin carne

Pottréttir

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Chili sin carne þýðir kjötlaust chili. Þetta er útgáfan hennar Sollu af þessum vinsæla suður-ameríska rétti. Pottrétturinn er frábær með hrísgrjónum og góðu guacamole. Einnig er hægt að bera hann fram í maísskeljum eða tortillum.

 • 2 dl nýrnabaunir, lagðar í bleyti yfir nótt eða 1 dós niðursoðnar nýrnabaunir
 • stórþarastrimill til að sjóða með baununum
 • 2-3 msk góð olía
 • 2-3 laukar, afhýddir og skornir í þunnar sneiðar
 • 3-4 hvítlauksrif
 • 1 ferskt chilialdin, skorið í tvennt, fræhreinsað og skorið í litla bita
 • 1 ½ tsk. cuminduft
 • ¼ tsk. kanill
 • ½ búnt ferskt basil
 • 3-4 gulrætur,skornar í ská stirmla
 • 2 sellerístilkar, skornir í um ½ cm þykkar sneiðar
 • 1 rauð paprika, skorin í 2 x 2 cm bita
 • 1 sæt kartafla, afhýdd, skorin í tvennt og síðan í 1½ cm þunna bita
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 dós kókosmjólk
 • 4 kúfaðar msk tómatpúrra
 • 1 tsk sjávarsalt og smá nýmalaður svartur pipar

Skiptið um vatn á baununum og setjið baunir og tvöfalt magn þeirra af vatni, ásamt smá bita af stórþara, „kombu„ í pott og sjóðið í um 1 klst. eða þar til baunirnar eru tilbúnar. Hitið olíuna í potti og mýkið lauk, hvítlauk og chilialdin í um10 mín. eða þar til laukurinn byrjar að gyllast. Bætið nú kryddi útí og hrærið vel saman. Setjið grænmetið útí og hrærið öllu vel saman. Að lokum setjið þið sítrónusafa, kókosmjólk og tómatmauk útí og látið réttinn malla í um15 mín. Bragðið til með smá sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.