Fyrirsagnalisti
Upplagt er að nota íslenskar gulrætur þegar þær fást, helst lífrænar, í þessa ljúfu súpu.
Hér höfum við ljúffenga baunasúpu, í grænmetisútgáfu. Ekkert saltkjöt, bara baunir, túkall.
Góð blómkálssúpa er vermandi og saðsöm. Ekki er verra ef nýtt íslenskt blómkál fæst í súpuna. Hér bökum við blómkálið, hvítlaukinn og laukinn í ofni til að fá góðan ristaðan keim, en eldamennskan tekur þó ekkert lengri tíma. Njótið með góðu brauði.
Ljúffeng kókos karrý núðlusúpa með grænmeti og kasjúhnetum. Í súpuna notum við rautt thai curry paste sem rífur í. Einnig er dásamlegt að sjóða sítrónugrasstöngla og lime lauf með, en má sleppa ef þið eigið þetta ekki til (fæst í sérverslunum sem selja asíska matvöru).
Á sprengidag er hefð fyrir því að elda baunasúpu. Þessi linsubaunasúpa er lífræn og nærandi, ljúffeng og auðveld í framkvæmd.