Rauð kókos karrý núðlusúpa

Súpur

  • 4 manns
  • Auðvelt
  • raud thai karrý kókos núðlusúpa
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ljúffeng kókos karrý núðlusúpa með grænmeti og kasjúhnetum. Í súpuna notum við rautt thai curry paste sem rífur í. Einnig er dásamlegt að sjóða sítrónugrasstöngla og lime lauf með, en má sleppa ef þið eigið þetta ekki til (fæst í sérverslunum sem selja asíska matvöru).

  • Súpan:
  • 400 ml kókosmjólk
  • 400 ml vatn
  • 400 ml tómatpassata eða maukaðir tómatar
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk rautt curry paste (t.d. thai choice eða santa maria - með sítrónugrasi og chili)
  • 1 msk tómatpúrra
  • 1 msk engiferskot
  • 2 tsk grænmetiskraftur
  • smá sjávarsalt eða 1 tsk tamarisósa
  • 1 rauð paprika, skorin þunnt
  • 2 gulrætur, skornar þunnt
  • nokkur blómkálsblóm, smátt skorin
  • 1-2 sítrónugrasstönglar, marðir (má sleppa)
  • 3-4 límónulauf (má sleppa)

  • Út í á eftir:
  • 200 g hrísgrjónanúðlur eða bókhveitinúðlur
  • Ofan á:
  • vorlaukur
  • kasjúhnetur, saxaðar
  • kóríander, ferskur
  • lime
  • spírur ef vill

Setjið allt hráefnið fyrir súpuna í pott, látið suðuna koma upp og látið sjóða í 15-20 mín. 

Veiðið límónulaufin og sítrónugrasið upp úr (ef þið vorum með það í súpunni).

Smakkið til með salti. Fyrir sterkari súpu bætið smávegis við af curry paste, eða chili.

Á meðan súpan er að malla er gott að sjóða núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Saxið svo vorlauk, kasjúhnetur og kóríander til að setja út á. 

Setjið núðlur í skálar, hellið súpunni yfir og stráið vorlauk, hnetum og kryddi yfir, gott er að kreista smá lime safa út á.