Kúrbítspizzubotn

Ofnréttir Pasta og pizzur

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Bragðgóður kúrbítspizzubotn. Bestur með þínu uppáhalds áleggi. 

 • 5 dl rifinn kúrbítur 
 • 2 dl möndlumjöl 
 • ⅔ dl rifinn vegan ostur 
 • 2 msk möluð chiafræ 
 • 1 tsk oregano 
 • 1 tsk hvítlauksduft 
 • ¼ tsk salt
Byrjið á að rífa kúrbítinn á fínu rifjárni og kreistið vökvann úr honum (með spírupoka). Mjög mikilvægt er að kreista vökvann vel úr kúrbítnum svo að botninn verði ekki of blautur. Til að kreista vökvann er best að nota spírupoka en ef þið eigið ekki slíkan má nota grisju eða tandurhreinan nælonsokk.

Hráefninu í botninn er blandað saman í skál.

Deigið er síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu. Þið fletjið það út í höndunum þar sem þetta er öðruvísi en venjulegt pítsudeig. Mótið tvær minni pítsur eða eina stóra.

Bakið við 180°C í 20 mín. Snúið pítsunni við og ljúkið við að baka í 5-10 mín.

Setjið síðan áleggið á botninn og bakið í stutta stund, eða þar til áleggið er tilbúið.