Aðalréttir
Aðalréttir
Fyrirsagnalisti
Penne með sveppum - Pasta og pizzur
Himneska pastað er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Pizza með kartöflum og rabarbara - Pasta og pizzur Sumar
Penne með pestó - Pasta og pizzur Sumar
Himneskt pasta er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne úr heilhveiti eða pasta úr heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Pizza m tófú og chili - Pasta og pizzur
Það er mjög gott að hafa rabarbara á pizzunni, en ef þið eigið hann ekki til þá er hægt að nota þunnar eplasneiðar eða ananas í staðinn.
Gott er að búa til heimagert pizzadeig, sjá uppskrift að neðan, en svo er líka ljúffengt að nota tilbúinn botn, t.d. heilhveiti naan brauð frá Stonefire. (Naan brauðin frá Stonefire eru í kælinum í Hagkaup og Bónus).
Sítrónu pasta - Pasta og pizzur
Um langan aldur hafa akrarnir umhverfis Montebello klaustrið í Marche á
Ítalíu verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.
Pastahefðin á þessu svæði byggir á korninu frá ökrunum og
vinnsluaðferðunum. Þessi arfleið er grunnurinn að því pasta sem er nú
fáanlegt undir merkjum Himneskt. Þetta pasta er hægþurrkað, sem
fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins
eins og best verður á kosið.
Grænmetislasagna - Ofnréttir Pasta og pizzur
- 3 gulrætur, rifnar
- 1 lítil eða ½ stærri sæt kartafla, rifin
- ¼ sellerírót, rifin
- 1 blómkálshöfuð, smátt skorið
- 2 dl soðnar brúnar linsur (tæplega 1 dl ósoðnar)
- 400 ml kókosmjólk (eða 400ml vatn)
- 500g (1 krukka) maukaðir tómatar
- 3 msk tómatpúrra
- 4 hvítlauksrif
- 1 msk ítölsk kryddblanda
- (eða 2 tsk oregano + 1 tsk basil)
- 1 tsk sjávarsalt
- cayenne pipar af hnífsoddi
- 250g lasagna blöð
- 200g rifinn jurtaostur
Sjóðið linsur skv. leiðbeiningum á pakka. Rífið gulrætur, sæta kartöflu og sellerírót á grófu rifjárni (t.d. hentugt að nota rifjárnið í matvinnsluvélinni). Skerið blómkálið mjög smátt, (t.d. gott að skera það í bita og setja í matvinnsluvélina og telja upp að 5, þá verður það mjög fínt niður skorið og minnir áferðin á hakk). Setjið allt (nema lasagna blöð og ost) í pott og látið suðuna koma upp, lækkið og látið sjóða í um 5-10 mín.
Hitið ofninn í 200°C og raðið í eldfast form á meðan ofninn er að hitna:
1 lag grænmetisfylling
1 lag lasagna plötur
1 lag rifinn ost
EndurtakiðSetjið formið inn í heitan ofninn og bakið í um 25 mín.
Berið fram með góðu pestói + fersku salati.
Njótið!
Fallegt spaghetti m/ pestó og tómötum - Pasta og pizzur
Penne m/brokkolí og kasjúhnetum - Pasta og pizzur
Þetta er einföld og fljótleg máltíð. Við byrjum á að rista hnetur örstutt á pönnu. Svo snöggsteikjum við brokkolí og tökum til hliðar. Sjóðum pasta og búum til sósuna á meðan pastað sýður. Svo er bara að raða fallega á disk og njóta.
Lífræna pastað okkar er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin byggir á rótgróinni hefð á þessu svæði, og útkoman er frábært pasta.
Spaghetti í kryddjurta sósu - Pasta og pizzur
Himneska spaghetti-ið er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Kúrbíts lasagne - Ofnréttir Pasta og pizzur
Auðvelt er að útbúa þetta lasagne. Fyrst er að útbúa tvær fljótlegar sósur og svo er kúrbíturinn skorinn í þunnar sneiðar (með peeler eða ostaskera). Svo er bara að raða í eldfast mót í lögum og baka í ofni. Ef þið viljið stytta ykkur leið er tilvalið að nota tilbúið grænt pestó frá Himneskt í staðinn fyrir heimagerða pestóið.
Hægt er að sjá nákvæmari leiðbeiningar með myndum hér: Kúrbíts lasagna Mæðgnanna
Spaghetti með linsum - Pasta og pizzur
Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Þessi pastaréttur er einfaldur og bragðgóður og minnir svolítið á kjötlaust spaghetti bolognese.
Sveppa penne með salvíu - Pasta og pizzur
Pastað er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið. Hægt er að velja penne úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
Sveppa penne með salvíu er virkilega góður pastaréttur sem er upplagt að útbúa þegar stemning er fyrir einhverju ljúffengu og fljótlegu. Uppskriftin miðast við tvo, en auðvelt er að stækka fyrir fleiri.
Kúrbítspizzubotn - Ofnréttir Pasta og pizzur
Spínat lasagna - Ofnréttir Pasta og pizzur
Spínatlasagna er ljúffengur réttur fyrir alla fjölskylduna. Gott að bera fram með góðu pestói og fersku salati eða ofnbökuðu rótargrænmeti.
Einfalt pasta - Pasta og pizzur
Suma daga er einfaldleikinn bara bestur. Hér finnið þið einfaldan pastarétt þar sem gott lífrænt hráefni fær að njóta sín. Margir hafa vanist því að nota pasta úr hvítu hveiti, en pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti er trefjaríkara en það hvíta og því bæði bragðmeira og heilsusamlegra. Í Himnesku vörulínunni er gott úrval af grófkorna pasta. Þetta pasta er unnið úr heilu korni frá ökrunum umhverfis Montebello klaustrið í Marche á Ítalíu, þar sem akrarnir hafa verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna um langan aldur. Og okkur finnst það alveg dásamlegt!
Grískt pastasalat - Pasta og pizzur Sumar
Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.