Gróft penne með arrabiata sósu

Pasta og pizzur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

 • 2 msk jómfrúar ólífuolía
 • 1 tsk timian
 • 1 tsk oregano
 • 1/2 - 1 tsk cayenne pipar
 • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1 flaska maukaðir tómatar (425g)
 • 2 msk balsam edik
 • 1/2 poki gróft penne (250g)
 • salt og pipar eftir smekk
 • fersk basilíka ofan á eftir smekk
 • jurta parmesan ofan á 

Mýkið kryddin og hvítlaukinn í 1 msk ólífuolíu á pönnu við vægan hita í 2-3 mín. Bætið maukuðum tómötum út í ásamt balsam ediki. Leyfið þessu að malla á meðan þið sjóðið penne samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Þegar pastað er að verða til smakkið þá sósuna til með salti og svörtum pipar. Hellið nú vatninu af pastanu og bætið pastanu út á pönnuna. Berið fram með ferskri basiliku og jurta-parmesan eða parmesan osti. Dásamlegt með góðu grænu salati. Njótið!

'