Fyrirsagnalisti
Þessi ljúffengi svartbaunaborgari er virkilega góður í hamborgarabrauði, borinn fram með rótarfrönskum og spicy vegan mayo (uppskrift finnið þið hér á vefnum undir meðlæti). Borgarinn er líka góður án brauðs, með góðu meðlæti eins og ofnbökuðu grænmeti og fersku salati.
Linsubaunabuff eru frábær hversdags matur.
Þessi uppskrift er bæði auðveld og bragðgóð og börn eru yfirleitt hrifin af þessum buffum. Gott getur verið að sleppa chili-inu ef börnin eru ekki hrifin af því.
Þessi buff eru sérstaklega vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og með tilliti til hennar er snjallt að minnka magnið af vorlauk og chili.