Aðalréttir

Fyrirsagnalisti

Grænmetisbuff m/kapers sósu - Buff og falafel Sumar

Þessi buff eru frábær með sumarlegu dill og kapers sósunni okkar. Tilvalið að bera fram með fersku salati.

Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú

Grillaður borgari m/salsa - Buff og falafel Grill

Á björtum degi er svo gaman að grilla eitthvað gott.

Í þenna borgara notum við Beyond Meat buff sem líkist kjöti og hentar bæði vegan, grænmetisætum og þeim sem vilja minnka kjötneyslu. Fæst í Hagkaup og Bónus. En endilega veljið ykkar uppáhalds grænmetisbuff í þennan borgara.

Salsað gerir þennan borgara mjög sumarlegan, svo ferskt og bragðgott. Það tekur í rauninni ekkert lengri tíma að græja salsa heldur en að skera niður grænmeti á borgara. Salsað er það eina sem þarf að skera niður í þessa uppskrift. Ef veðrið er gott er fínt að skera grænmetið niður úti á palli á meðan beðið er eftir að grillið hitni.

Linsubuff - Buff og falafel

Þessi uppskrift er bæði auðveld og bragðgóð og börn eru yfirleitt hrifin af þessum buffum. Gott getur verið að sleppa chili-inu ef börnin eru ekki hrifin af því. 

Kartöflu-chili buff - Buff og falafel

Þessi buff eru sérstaklega vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og með tilliti til hennar er snjallt að minnka magnið af vorlauk og chili.