Á björtum degi er svo gaman að grilla eitthvað gott.
Í þenna borgara notum við Beyond Meat buff sem líkist kjöti og hentar bæði vegan, grænmetisætum og þeim sem vilja minnka kjötneyslu. Fæst í Hagkaup og Bónus. En endilega veljið ykkar uppáhalds grænmetisbuff í þennan borgara.
Salsað gerir þennan borgara mjög sumarlegan, svo ferskt og bragðgott. Það tekur í rauninni ekkert lengri tíma að græja salsa heldur en að skera niður grænmeti á borgara. Salsað er það eina sem þarf að skera niður í þessa uppskrift. Ef veðrið er gott er fínt að skera grænmetið niður úti á palli á meðan beðið er eftir að grillið hitni.