Byggbuff með basilíku

Buff og falafel

 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift


 •  4 dl soðið bygg
 • ½ búnt basilíka
 • 10 stk sólþurrkaðir tómatar
 • 5 stk ólífur
 • 1 dl jurtaostur eða fetaostur
 • 1 stk hvítlauksrif
 • 1 msk kapers (má sleppa)
 • smá sjávarsalt og nýmalaður pipar

Hakkið byggið í hakkavél. Saxið basilíku og skerið sólþurrkaða tómata í litla bita. Skerið ólífurnar í tvennt og afhýðið og pressið hvítlauk. Setjið allt í hrærivél og hrærið saman. Mótið svo buff, t.d. með ískúluskeið. Malið fræin í raspið í matvinnsluvél, þó ekki of smátt, og veltið buffunum upp úr raspinu. Steikið buffin á pönnu í nokkrar mín á hvorri hlið, eða þar til þau verða gyllt og flott.

Rasp: 

 • ½ dl sólblómafræ
 • ½ dl graskersfræ
 • ½ dl sesamfræ