Eggaldinbuff

Buff og falafel

  • 6 manns
  • Vegan: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Nei
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 2-3 msk ólífuolía
  • 3 stk meðalstór eggaldin
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 2 stk laukar
  • 1-2 tsk grísk kryddblanda
  • 1 búnt fersk basilíka
  • 2 stk egg
  • 1 krukka forsoðnar kjúklingabaunir
  • 1 tsk sjávarsalt
  • ¼ tsk nýmalaður svartur pipar
  • 2 stk soðnar kaldar kartöflur
  • 50g jurtaostur eða fetaostur
  • Rasp:
  • ½ dl sesamfræ
  • 1 stk egg
  • ½ búnt steinselja
Áferðin á þessum buffum er frekar lin, en eggin gera það að verkum að þau halda alveg forminu þegar þau eru steikt. 

Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið smátt. Afhýðið soðnu kartöflurnar og rífið gróft á rifjárni. Skerið eggaldinin í tvennt langsum og síðan í þunnar hálfmánasneiðar. Hitið smá olíu á pönnu og steikið eggaldinin í 3-4 mín, bætið þá hvítlauk og lauk og grísku kryddblöndunni út á og steikið áfram í um 5 mín. Setjið þetta í matvinnsluvél ásamt basilíku, eggjum, kjúklingabaunum og smá salti og pipar og maukið hæfilega, ekki of smátt þannig að það verði að mauki. 

Setjið buffdeigið í skál og hrærið út í það rifnum köldum kartöflum og osti, mótið síðan lítil buff og veltið þeim upp úr eggi og síðan blöndu af sesamfræjum og smátt saxaðri steinselju. Steikið buffin á miðlungsheitri pönnu í um 3 mín á hvorri hlið. Buffin er gott að bera fram með fullt af salati og góðri sósu.