Aðalréttir

Fyrirsagnalisti

Grillaður borgari m/salsa - Buff og falafel Grill

Á sumrin er svo gaman að grilla eitthvað gott.

Ferskt salsa gerir þennan borgara mjög sumarlegan, svo ferskt og bragðgott. Það tekur í rauninni ekkert lengri tíma að græja salsa heldur en að skera niður grænmeti á borgara. Salsað er það eina sem þarf að skera niður í þessa uppskrift. Ef veðrið er gott er fínt að skera grænmetið niður úti á palli á meðan beðið er eftir að grillið hitni.

Í þenna borgara mælum við með að nota ykkar uppáhalds grænmetisbuff. Hvort sem ykkur líkar betur baunabuff eða buff sem líkist kjöti.


Tófúspjót með hnetusósu - Grill Tófú

Tófúspjót eru sumarleg og góð á grillið. Tófú er góður próteingjafi í staðinn fyrir kjöt eða fisk.

Þar sem tófúið þarf smá tíma til að draga í sig marineringuna er best að byrja amk hálftíma fyrr að búa til marineringu og leyfa tófúinu að liggja í henni. En það er líka í góðu lagi að gera þetta mörgum klst fyrr og geyma í ísskáp.