Tófúspjót eru sumarleg og góð á grillið. Tófú er góður próteingjafi í staðinn fyrir kjöt eða fisk.
Þar sem tófúið þarf smá tíma til að draga í sig marineringuna er best að byrja amk hálftíma fyrr að búa til marineringu og leyfa tófúinu að liggja í henni. En það er líka í góðu lagi að gera þetta mörgum klst fyrr og geyma í ísskáp.