Tófúspjót með hnetusósu

Grill Tófú

 • Miðlungs
 • Tófúspjót

Uppskrift

Tófúspjót eru sumarleg og góð á grillið. Tófú er góður próteingjafi í staðinn fyrir kjöt eða fisk.

Þar sem tófúið þarf smá tíma til að draga í sig marineringuna er best að byrja amk hálftíma fyrr að búa til marineringu og leyfa tófúinu að liggja í henni. En það er líka í góðu lagi að gera þetta mörgum klst fyrr og geyma í ísskáp.

 • Hnetusósa

 • 2 msk tamari sósa
 • 2 msk hlynsíróp
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 tsk engiferskot
 • 2 dl kókosmjólk
 • 2 dl hnetusmjör (lífrænt frá Himneskt)
 • 1 hvítlauksrif
 • smá biti ferskur eða þurrkaður chilipipar
 • ½ tsk reykt paprika ef vill
 • - Allt sett í blandara og  blandað saman.

 • Spjót

 • 250g tófú, firm
 • ½ rauð paprika, skorin í 2x2 cm bita
 • ½ gul paprika, skorin í 2x2 cm bita
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í báta
 • ½ sítróna, skorin í sneiðar
 • marinering fyrir tófú:

 • ½ dl tamari sósa
 • 1 msk hlynsíróp

Tófúið

Þerrið tófúið með viskastykki, vefjið því inn í það svo það dragi vökvann úr tófúinu.


Setjið marineringuna í skál eða lítið fat, skerið tófúið í bita og látið marinerast í alla vega 30 mín, hrærið í svo það marinerist á sem flestum hliðum. 


Sósan

Útbúið hnetusósuna, allt hráefnið í sósuna er sett í blandara og blandað.

Spjótin

Bleytið tré spjótin með því að láta renna smá vatn á þau.


Þræðið tófú bitana og grænmetið upp á spjótin.
 T.d. paprika, laukur, tófú, paprika, laukur,  tófú, sítróna, laukur, paprika... eða bara eins og ykkur finnst girnilegast.


Penslið hnetusósu yfir grænmetið og tófúið á spjótinu og setjið á grillið. 


Við settum álpappír á grillið og létum spjótið þar ofan á, það er líka hægt að setja spjótin beint á grillið.


Spjótin eru tilbúin þegar þau eru komin með girnilegar grillrendur.