Aðalréttir
Aðalréttir
Fyrirsagnalisti
Blómkáls og kartöflu pottréttur - Pottréttir
Kúrekakássa úr kjúklingabaunum - Pottréttir Sumar
Fljótlegt kjúklingabauna karrý - Pottréttir Skálar
Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt mjög vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý. Fullt af grænmeti, baunum og góðu bragði.
Aðal atriðið er að skera grænmetið nógu þunnt, þá þarf það svo stuttan tíma í pottinum og er fljótt að mýkjast.
Máltíðina er gott að bera fram með fullt af fersku salati eða með lífrænum basmati hrísgrjónum, allt eftir hvað ykkur finnst best. Okkur finnst æði að strá nokkrum kasjúhnetum yfir.
Indverskar kjúklingabaunir - Pottréttir
Fyrir þá sem vilja sterkari útgáfu er upplagt að smakka til með örlitlum cayenne pipar eða chili.
(Ef þið eigið ekki öll kryddin er möguleiki að nota 1 msk garam masala í staðinn fyrir kóríander, cumin, túrmerik, kanil, pipar og kardimommur).
Gott að bera fram með lífrænum basmati hrísgrjónum, raitu og naan brauði.
(Oatly sýrður rjómi er góður í vegan raitu)
Ratatouille með kartöflumús - Haust Pottréttir
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.
Tortillur með svörtum baunum og guacamole - Pottréttir Vefjur
Marokkóskur pottréttur - Pottréttir
Chili sin carne - Pottréttir
Chili sin carne þýðir kjötlaust chili. Þetta er útgáfan hennar Sollu af þessum vinsæla suður-ameríska rétti. Pottrétturinn er frábær með hrísgrjónum og góðu guacamole. Einnig er hægt að bera hann fram í maísskeljum eða tortillum.
Pottréttur með hnetusmjörssósu - Pottréttir
Þessi himneski pottréttur er innblásinn af indónesískri matargerð. Hnetusmjör, sætar kartöflur, blómkál, baunir, engifer og madras karrí....himnesk blanda! Pottréttinn er gott að bera fram með fullt af grænu og fersku salati. Og ef ykkur líkar kóríander, ekki spara hann. Sumstaðar er litið á kóríander sem mælikvarða á gestristni, því ríkulegra af kóríander, því höfðinglegri er gestgjafinn!