Fljótlegt chili

Pottréttir Vefjur

  • Auðvelt
  • extra fljótlegt vegan chili
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þetta rauðrófu og bauna chili er mjög einfalt og fljótlegt.

  • 1 msk olía
  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2-3 msk tómatpúrra
  • 1 ferskur chili, smátt saxaður
  • 1 glas grilluð paprika (150g)
  • 1 krukka bakaðar baunir (lífrænar frá Himneskt)
  • 400g rauðrófur, soðnar og rifnar (fljótlegt að nota forsoðnar)
  • 400g passata
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk chili
  • 1 ½ tsk cumin
  • ½ tsk reykt paprika
  • ½ tsk oregano
  • 1 tsk sjávarsalt
  • smá pipar

Hitið olíu í potti og mýkið lauk og hvítlauk í um 2-4 mín, eða þar til laukurinn byrjar að gyllast. 
Bætið tómatpúrru og kryddi út í og hrærið vel saman.


Sigtið olíuna frá paprikunni og skerið paprikuna í minni bita og setjið út í. 


Rífið soðnu rauðrófurnar á grófu rifjárni og setjið út í. 


Bætið passata tómötunum út í ásamt sítrónusafa. 
Látið sjóða við vægan hita í 8-10 mín.


Berið fram með hrísgrjónum, avókadó, vegan sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Einnig hægt að bera fram í taco skeljum eða tortillum.