Rófu taco

Hráfæðiréttir

 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já

Uppskrift

Rófu-taco kemur jafnvel hörðustu sælkerum á óvart.
Við notum stórar rófusneiðar sem stökkar skeljar, þær eru ótrúlega góðar. Skeljarnar fyllum við með bragðmiklu hnetukurli, nóg af guacamole og dásamlegum kasjúhneturjóma. Gott að bera fram með fallegu salati.

 • Rófutaco

 • 2 stórar rófur
 • Kasjúhnetukrem

 • 150g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
 • 4 msk límónusafi
 • 1 msk næringarger
 • ⅛ tsk hvítur pipar
 • ¼ tsk sjávarsalt
 • 120 ml vatn
 • Guacamole

 • 2 avókadó, skorin í bita
 • 2 msk rauðlaukur, saxaður
 • 2 msk ferskur kóríander, saxaður
 • 2 msk límónusafi
 • 1 hvítlauksrif, saxað
 • ½ tsk sjávarsalt
 • smávegis svartur pipar
 • Hnetukurl

 • 100 g valhnetur
 • ½ tsk cumin
 • ½ tsk laukduft
 • ¼ tsk reykt paprika
 • 1 msk tamari sósa


Aðferðin

Byrjið á að leggja kasjúhnetur í bleyti, u.þ.b. 2 klst áður en útbúa á matinn.

Skeljar

Skerið rófurnar í þunnar sneiðar með mandólíni. Geymið í íláti með köldu vatni á meðan fyllingarnar eru útbúnar. (Eða útbúið fyllingarnar fyrst og skerið rófurnar síðast).

Kasjúhneturjómi

Hellið íbleytivatninu af kasjúhnetunum þegar þær hafa legið í bleyti í u.þ.b. 2 klst. Setjið hneturnar í blandara ásamt hráefninu í uppskriftinni og blandið þar til silkimjúkt.

Guacamole

Setjið avókadó í skál og stappið með gaffli. Bætið restinni út í og blandið með gafflinum.

Hnetukurl

Setjið allt í matvinnsluvél og notið "pulse" takkann nokkrum sinnum, þar til allt hefur blandast saman en er ennþá svolítið gróft. (Ekki mauka í kæfu).

Samsetning

Beygið rófusneiðarnar í "U" til að mynda skeljar. Setjið 1 msk af hnetukurli í botninn, svo u.þ.b. 2 msk guacamole og svo kasjúrjóma efst. Til að halda skeljunum saman má nota bandspotta til að binda lauslega, en þess þarf ekki nauðsynlega.