Fyrirsagnalisti
Þetta salat er bæði gott sem meðlæti, eða eitt og sér sem máltíð í góðu jafnvægi.
Ljúffeng og nærandi skál með grænmeti og kjúklingabaunum og dásamlegri dressingu.
Þetta er einfaldur og fljótlegur réttur að útbúa. Bara að sjóða núðlur, léttsteikja grænmeti og útbúa þessa dásamlegu hnetusósu. Svo má auðvitað bæta próteingjafa við ef vill, t.d. steikja smá tófú eða prótein að eigin vali, en það er ekki nauðsynlegt.
Gott er að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni.
Ristaða sesam olían okkar og tamari sósan eru frábærar í alls kyns marineringar og sósur. Hér notum við þær ásamt engiferskotinu til að marinera tófú í ljúffenga sushi skál.
Ljúffeng skál stútfull af grænmeti, baunum og góðu bragði.
Þessi skál er frábær máltíð fyrir tvo. Skálin er í góðu jafnvægi, full af góðu grænmeti og með kínóa og kjúklingabaunir sem próteingjafa. Í þessari uppskrift má skipta út grænmetinu að vild, t.d. nota bara 1-2 tegundir af fersku grænmeti í staðinn fyrir 3 osfrv.
Þessi einfalda máltíð er tilbúin á 30 mínútum. Blómkálið er skorið
niður og bakað í ofni, og á meðan sultum við laukinn og snöggsteikjum
baunirnar og grænmetið. Svo maukum við blómkálið og þá er allt tilbúið.
Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt mjög vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý. Fullt af grænmeti, baunum og góðu bragði.
Aðal atriðið er að skera grænmetið nógu þunnt, þá þarf það svo stuttan tíma í pottinum og er fljótt að mýkjast.
Máltíðina er gott að bera fram með fullt af fersku salati eða með lífrænum basmati hrísgrjónum, allt eftir hvað ykkur finnst best. Okkur finnst æði að strá nokkrum kasjúhnetum yfir.