Fljótlegt kjúklingabauna karrý

Pottréttir Skálar

  • Auðvelt
  • Fljótlegt karrý með kjúklingabaunum og grænmeti
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Við þekkjum flest löngunina í fljótlega og næringarríka máltíð, sem lítið þarf að hafa fyrir en bragðast samt mjög vel. Hér höfum við eina slíka, fljótlegt og gómsætt kjúklingabaunakarrý. Fullt af grænmeti, baunum og góðu bragði.

Aðal atriðið er að skera grænmetið nógu þunnt, þá þarf það svo stuttan tíma í pottinum og er fljótt að mýkjast. 

Máltíðina er gott að bera fram með fullt af fersku salati eða með lífrænum basmati hrísgrjónum, allt eftir hvað ykkur finnst best. Okkur finnst æði að strá nokkrum kasjúhnetum yfir. 

  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)  
  • 2 tsk currypaste (t.d. frá Pataks) 
  • ¼ tsk túrmerik 
  • 2 bollar blómkál (1 lítið höfuð), skorið í lítil blóm  
  • 1 bolli þunnt skornar gulrætur (4 frekar litlar) 
  • 1 papríka, skorin í litla bita  
  • 1 bolli kúrbítur (ca 1/3 stk kúrbítur), skorinn í litla bita 
  • 1 krukka kjúklingabaunir 
  • 1 tappi sítrónusafi 
  • 1 tappi engifersafi 
  • 1 tsk mangó chutney  
  • ½ - 1 tsk sjávarsalt

Byrjið á að setja allt nema grænmetið og baunirnar í pottinn og látið suðuna koma upp. Skerið grænmetið niður í litla þunna bita og setjið út í pottinn jafnóðum. Gott að byrja á blómkálinu því það þarf mest að mýkjast, svo paprikunni og gulrótunum og að lokum kúrbítnum. Svo hellið þið kjúklingabaununum út í og leyfið þessu öllu að malla í 5 mínútur (eða lengur ef þið viljið).  Berið fram með fersku salati, spírum eða lífrænum basmati hrísgrjónum, allt eftir smekk.