Falafel borgari m/tzatziki

  • 4 manns
  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Frábær falafel borgari. Við höfum heimagert falafel fyrir buff, og berum fram í hamborgarabrauði ásamt tzatziki sósu, guacamole og fersku grænmeti.  

Falafel borgari

  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk kóríander
  • - kryddin þurrsteikt á pönnu í ½ mín
  • 50g rifnar gulrætur
  • 400g soðnar kjúklingabaunir
  • 1 rauður chili, steinhreinsaður og smátt saxaður
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • hýði af 1 sítrónu
  • 20g ferskur kóríander, saxaður
  • 2 msk spelt
  • ½ tsk lyftiduft
  • kryddað til með salti og pipar 
Byrjið á að þurrsteikja cumin og kóríander á pönnu í ca ½ mín, passið að brenni ekki.
Setjið alla uppskriftina í matvinnsluvél og maukið.
Mótið 4 borgara sem þið látið inn í kæli í ca ½ klst áður en þið steikið á pönnu. (Á meðan er snjallt að búa til tzatziki og guacamole)
Steikið borgara á heitri pönnu upp úr kókosolíu eða þeirri olíu sem þið viljið, ca 2-3 mín á hvorri hlið.

Tzatziki

  • 1 dós hafra sýrður rjómi (t.d. Oatly)
  • 100g rifin og kreist agúrka
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk cuminduft
Rífið agúrkuna á grófu rifjárni og kreistið úr henni vökvann.
Setjið í skál með sýrða hafrarjómanum, hvítlauk, sjávarsalti og cumindufti.
Hrærið saman. Geymist í viku í lokuðu íláti í ísskáp.

Guacamole

  • 2 avókadó, afhýdd og steinhreinsuð
  • 2 msk smátt saxaður rauðlaukur
  • 10g ferskur kóríander, smátt saxaður
  • smakkað til með sjávarsalti og smá chili pipar
Stappið avókadó og hrærið öllu saman í skál.

Falafel borgari m/ öllu fyrir 4

  • 4 hamborgarabrauð 
  • tzatziki 
  • tómatsneiðar 
  • lauksneiðar 
  • 4 falafel buff 
  • guacamole
Setjið 1 msk af tzatziki í botninn á hamborgarabollu, nokkrar tómatasneiðar þar ofan á, nokkra þunnt skorna laukhringi ofan á tómatana, því næst falafel buffið og að lokum guacamole.
Lokið með hamborgarabrauði og hlakkið til að njóta.