Kúrbíts lasagne

Ofnréttir Pasta og pizzur

 • Miðlungs
 • Kúrbíts lasagne
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi réttur kemur upphaflega úr hráfæðieldhúsi Sollu. Þegar hún prófaði síðan að baka þetta kúrbíts-lasagne í ofni lyftist rétturinn upp á enn hærra plan. Hún notar þunnt skornar kúrbíts-sneiðar í staðinn fyrir lasagne-plötur. Úr verður ljúffeng máltíð stútfull af grænmeti og góðu bragði. 

Auðvelt er að útbúa þetta lasagne. Fyrst er að útbúa tvær fljótlegar sósur og svo er kúrbíturinn skorinn í þunnar sneiðar (með peeler eða ostaskera). Svo er bara að raða í eldfast mót í lögum og baka í ofni. Ef þið viljið stytta ykkur leið er tilvalið að nota tilbúið grænt pestó frá Himneskt í staðinn fyrir heimagerða pestóið. 

Hægt er að sjá nákvæmari leiðbeiningar með myndum hér: Kúrbíts lasagna Mæðgnanna


 • Grænt pestó:
 • 1 búnt fersk basilíka
 • 25 g furuhnetur, þurrristaðar 
 • 25 g kasjúhnetur, þurrristaðar 
 • 1 stk hvítlauksrif
 • smá sjávarsalt
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk næringarger
 • 1 daðla, smátt söxuð
 • ½ - ¾ dl lífræn jómfrúar ólífuolía 


 • Rauð sósa:
 • 2 stórir tómatar, steinhreinsaðir og skornir í bita
 • 1 rauð paprika, steinhreinsuð og skorin í bita
 • 100 g sólþurrkaðir tómatar
 • 2-3 döðlur (má sleppa ef þú ert á sykurlausum kúr)
 • ½ dl lífræn kaldpressuð ólífuolía
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • ¾ tsk sjávar salt, eða eftir smekk
 • smá cayenne pipar
 • 2 msk smátt saxaður ferskur basil eða 2 tsk þurrkað
 • 2 tsk oregano
 • Plöturnar:
 • 2 stórir kúrbítar, skornir í þunnar sneiðar með peeler eða ostaskera.

Aðferðin

1. Útbúið báðar sósurnar, þ.e.a.s. grænt pestó og rauða sósu. Til að spara tíma er hægt að nota tilbúið grænt pestó frá Himneskt

Grænt pestó: Byrjið á að setja allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða mortél og maukið/merjið, setjið í skál og hrærið ólífuolíunni út í og klárið að blanda saman.
Rauð sósa: Setjið allt innihald tómatsósunnar, nema ferska kryddið í matvinnsluvél og blandið vel saman – en hafið hana samt svolítið grófa. Bætið ferska kryddinu út í og blandið saman. 


2. Skerið kúrbítana í þunnar plötur með peeler eða ostaskera.
3. Raðið öllu í eldfast mót í lögum: Kúrbítur - grænt pestó - kúrbítur - rauð sósa - kúrbítur - grænt.....osfrv.
4. Bakið við 200°C í 15-20 mín - gott að kíkja eftir 15 mín og meta hvort það þurfi 5 mín í viðbót. Fer svolítið eftir þykktinni á kúrbítsplötunum.
5. Stráið jurtaparmesan yfir, ef vill

Berið fram með góðu salati og njótið í botn