Hnetusteik í graskeri

Hnetusteikur Vetur

  • Auðvelt
  • Innbakad-28
  • Vegan: Já

Uppskrift

Skemmtileg aðferð til að bera fram hnetusteik.
Fyrir uppskrift að heimalagaðri hnetusteik smellið á hlekkinn hér.
Annars mælum við með Hagkaups steikinni, ef þið viljið kaupa tilbúna. 


  • 400g hnetusteik (heimagerð eða aðkeypt)
  • 1 butternut grasker
  • 50g saxaðar heslihnetur
  • 1 dl granateplakjarnar
  • 1 vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar

Skerið graskerið í tvennt
Hreinsið graskersfræin innanúr
Notið skeið og skafið aldinið innan úr graskerinu til að gera pláss fyrir hnetusteikina
Snúið graskerinu við og skerið þunna sneið af hýðinu svo graskeriðverði stöðugt í ofninum.
Þjappið hnetusteikinni niður í graskerið
Bakið við 175°c í ca 35-45 mín, eða þar til graskerið sjálft er orðiðbakað
Gott er að hafa álpappír yfir graskerinu fyrstu 20 mín svo hnetusteikinbrenni ekki
Skreytið með ristuðum, söxuðum heslihnetum, granateplakjörnum ogvorlauk