Fyrirsagnalisti
Upplagt er að nota íslenskar gulrætur þegar þær fást, helst lífrænar, í þessa ljúfu súpu.
Þetta dásamlega ratatouille er stútfullt af góðu grænmeti og passar einstaklega vel með ljúffengri heimalagaðri kartöflumús.
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.
Hér höfum við ljúffenga baunasúpu, í grænmetisútgáfu. Ekkert saltkjöt, bara baunir, túkall.
Jólakransinn er hátíðlegur grænmetisréttur. Tilvalinn fyrir þau sem vilja tilbreytingu frá hnetusteik eða wellington.
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.
Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað.
Klassísk hnetusteik, frábær valkostur á hátíðarborðið.
Milli jóla og nýárs eru oft til allskyns afgangar af jólamat. Rauðkál,
grænar baunir, hnetusteik og ýmislegt fleira gott má finna í ísskápnum.
Gaman er að breyta afgöngum í nýja máltíð sem gefur aðra
stemningu en sjálfur hátíðamaturinn og bragðast aðeins öðruvísi.
Hér gefum við uppskrift að einni vefju, en einfalt er að stækka uppskriftina.
Fyrir þá sem vilja bjóða upp á vegan valkost á hátíðarborðið, en hafa ekki tíma til að elda hnetusteik frá grunni. Við mælum með Hagkaups steikinni.