Fljótleg innbökuð hnetusteik

Hnetusteikur Vetur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Fyrir þá sem vilja bjóða upp á vegan valkost á hátíðarborðið, en hafa ekki tíma til að elda hnetusteik frá grunni. Við mælum með Hagkaups steikinni.


  • tilbúin hnetusteik - reiknið með um 100gr fyrir hverja innbakaða steik
  • laukur og sveppir, steikið á pönnu
  • tilbúið deig, t.d. pizzadeig

Skerið út hring í deigið, ca 15 cm í ummál.

Setjið hnetusteik í miðjuna á hringnum, skiljið eftir ca 2 cm auðan hring í kringum hnetusteikina.

Setjið 1-2 msk af steiktum lauk og sveppum ofan á steikina.

Dragið deigið inn að miðju og lokið steikinni, látið sárið snúa niður, skerið út hjarta eða eitthvað fallegt úr deiginu og setjið ofan á.

Bakið við 180°C í um 20-25 mín eða þar til hún er orðin gyllt og fallega bökuð. Ef deigið er orðið mjög dökkt ofan á en ekki alveg tilbúið neðst má snúa steikinni á hvolf í lokin, til að fá botninn til að bakast jafn vel.