Hnetusteikur vefja
- 1 manns
- Auðvelt
Uppskrift
Milli jóla og nýárs eru oft til allskyns afgangar af jólamat. Rauðkál, grænar baunir, hnetusteik og ýmislegt fleira gott má finna í ísskápnum. Gaman er að breyta afgöngum í nýja máltíð sem gefur aðra stemningu en sjálfur hátíðamaturinn og bragðast aðeins öðruvísi.
Hér gefum við uppskrift að einni vefju, en einfalt er að stækka uppskriftina.
- 1 vefja
- 1 sneið afgangur af eldaðri hnetusteik
- 1-2 msk rauðkál
- 2 msk grænar baunir
- 4-5 brokkolí blóm
- 1 msk dukkah (eða ristuð fræ og hnetur)
- Sinnepssósa:
- 2 msk vegan majones (keypt eða heimagert )
- 1 tsk sætt sinnep
Byrjið á að hræra majonesi og sinnepi saman í sinnepssósu.
Steikið brokkolí á heitri pönnu í 2 mínútur, ásamt hnetusteikar sneið, á meðan vefjan er hituð í ofni.
Setjið hnetusteikina á vefjuna, síðan sinnepssósu, rauðkál, grænar baunir, brokkolí og endið á að strá dukkah (eða ristuðum hnetum) yfir og rúllið upp og hlakkið til að njóta.