Ratatouille með kartöflumús

Pottréttir Vetur

 • 4-6 manns
 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þetta dásamlega ratatouille er stútfullt af góðu grænmeti og passar einstaklega vel með ljúffengri heimalagaðri kartöflumús.
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.


 • Grænmetið:
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í 2x2 cm bita

 • 1 eggaldin, skorið í fernt endilangt og svo í ½ cm bita

 • 1 kúrbítur, skorinn í tvennt endilangt og svo í ½ cm sneiðar

 • 1 rauð papríka, steinhreinsuð og skorin í 2x2 cm bita

 • 1 gul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2x2 cm bita

 • 1 appelsínugul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2x2 cm bita

 • 15 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

 • 4-5 greinar ferskt tímjan

 • 2 msk kókosolía
 • 1 tsk rósmarín
 • 1 tsk sjávarsalt

 • nýmalaður svartur pipar
 • Sósan:
 • 1 flaska (400ml) tómatpassata

 • 3 msk tómatpúrra
 • 5 hvítlauksrif, marin

 • ½ tsk tímjan
 • 
½ tsk rósmarín
 • 
¼ tsk cayenne pipar

 • 1 tsk sjávarsaltflögur

 • 1 krukka kjúklingabaunir
 • Kartöflumús úr bökuðum kartöflum:
 • 4 bökunarkartöflur
 • 2 msk jómfrúarólífuolía
 • 1 tsk sjávarsaltflögur
 • nýmalaður svartur pipar
 • 1 heill hvítlaukur ef vill

Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Skerið grænmetið í bita og setjið á ofnplötuna
Veltið grænmetinu upp úr olíunni og kryddið með rósmarín, salti og svörtum pipar
Bakið við 180°C í um 12 – 15 mín 

Setjið allt hráefnið fyrir sósuna saman í pott, hitið og hrærið
Bætið grænmetinu út í og látið malla í 2 mín
Berið fram með heimagerðri kartöflumús
Ef þið viljið hafa meiri sósu þá er upplagt að tvöfalda sósu uppskriftina

Fyrir kartöflumúsina:
Skolið kartöflurnar og bakið heilar með því að setja þær á bökunarplötu og inn í ofn og bakið við 200°C í um 1 – 1 ½ klst eða þar til þær eru alveg tilbúnar.
Samtímis er gott að baka heilan hvítlauk í ofninum, en taka hann út eftir u.þ.b. ½ klst.
Afhýðið kartöflurnar og hvítlaukinn og stappið saman við ólífuolíu, eða þá fitu sem þið kjósið að nota.
Kryddið með sjávarsaltflögum og nýmöluðum svörtum pipar