Blómkáls og kartöflu pottréttur

Pottréttir

  • 2-4 manns
  • kartöflu blómkáls karrý
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Blómkáls og kartöflupottréttur með kjúklingabaunum, innblásinn af indverska réttinum Aloo Gobi.


  • 300g kartöflur
  • 300g blómkál 
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • ½ tsk kóríanderduft
  • ½ tsk cuminduft
  • 1 msk kókosolía
  • 2 msk avókadóolía/ólífuolía
  • 1 laukur, afhýddur og skorinn í litla bita
  • 2 hvítlaukar, smátt saxaðir
  • 1 tsk engiferskot
  • ½ tsk kóríander, malað
  • ½ tsk cumin, malað
  • ½ tsk garam masala
  • ½ tsk chiliflögur
  • ¼ tsk turmerik, malað
  • 1 msk tómatpúrra
  • 250 ml maukaðir tómatar
  • 200g soðnar kjúklingabaunir
  • ½ dl jurtarjómi eða kókosmjólk
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2-3 msk ferskur kóríander, saxað
Hitið ofninn í 200°C.

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, látið kartöflur og blómkál í skúffuna og kryddið með sjávarsalti, möluðum kóríander og cumin og setjið kókosolíu yfir.

Bakið í 12-15 mín.

Á meðan grænmetið er að bakast, hitið avokadóolíu á pönnu og setið saxaðan laukinn út á, þegar hann er byrjaður að mýkjast bætið hvítlauk út á og hrærið í 1-2 mín.

Bætið þá engiferskoti út á ásamt kóríander, cumin, garam masala, chiliflögum og turmerik, hrærið í 1 mín.

Bætið tómatpúrrunni út á pönnuna og hrærið í 1-2 mín.

Bætið þá maukuðum tómötum og soðnum kjúklingabaunum og látið sjóða í 10 mín.

Bætið kartöflunum og blómkálinu, jurtarjómanum/kókosmjólkinni út á pönnuna ásamt salti og látið malla í 4-5 mín.

Endið á að setja sítrónusafa og ferskan kóríander yfir réttinn og berið ef til vill fram fram með soðnum hrísgrjónum og naan brauði.

Njótið!