Indverskar kjúklingabaunir
- 4 manns
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Mildur og góður kjúklingabaunaréttur kryddaður á indverska vísu. Sósan er gerð frá grunni og rétturinn er fljótlegur og barnvænn.
Fyrir þá sem vilja sterkari útgáfu er upplagt að smakka til með örlitlum cayenne pipar eða chili.
(Ef þið eigið ekki öll kryddin er möguleiki að nota 1 msk garam masala í staðinn fyrir kóríander, cumin, túrmerik, kanil, pipar og kardimommur).
Gott að bera fram með lífrænum basmati hrísgrjónum, raitu og naan brauði.
(Oatly sýrður rjómi er góður í vegan raitu)
Fyrir þá sem vilja sterkari útgáfu er upplagt að smakka til með örlitlum cayenne pipar eða chili.
(Ef þið eigið ekki öll kryddin er möguleiki að nota 1 msk garam masala í staðinn fyrir kóríander, cumin, túrmerik, kanil, pipar og kardimommur).
Gott að bera fram með lífrænum basmati hrísgrjónum, raitu og naan brauði.
(Oatly sýrður rjómi er góður í vegan raitu)
- 2 msk ólífuolía
- 2 stk laukur, saxaður
- 6 hvítlauksrif, söxuð
- 4 tsk engiferskot
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 tsk kóríander, malaður
- 1 tsk cumin, malað (broddkúmen)
- ½ tsk túrmerik
- ½ tsk kanill
- ¼ tsk svartur pipar
- ⅛ tsk malaðar kardimommur
- 1 dl tómatpassata eða maukaðir tómatar
- 1 dl kókosmjólk
- 1 msk sítrónusafi
- 2 krukkur kjúklingabaunir
- ferskur kóríander til að strá yfir
- ef vill: 1 msk mangó chutney (má sleppa)
Steikið lauk í olíu á pönnu í nokkrar mínútur. Þegar laukurinn hefur tekið lit má bæta hvítlauknum á pönnuna og svo öllu kryddinu (engiferskot, sjávarsalt, kóríander, cumin, túrmerik, kanill, svartur pipar og kardimommur) og leyfið að hitna í skamma stund (ekki brenna).
Takið nú kryddaða laukinn af pönnunni og maukið í blandara eða matvinnsluvél, ásamt tómatpassata, kókosmjólk og sítrónusafa. Blandið þar til orðið að silkimjúkri sósu.
Hellið nú sósunni ásamt kjúklingabaununum aftur á pönnuna og leyfið aðeins að malla. (Bætið 1 msk af mangó chutney út í ef þið eigið það til og viljið nota, en má sleppa).
Berið fram með basmati hrísgrjónum, naan brauði og raitu og stráið ferskum kóríander yfir, ef vill.
Ef þið viljið sterkari pottrétt er alltaf hægt að smakka til með smávegis af chili eða cayenne pipar.