Skál m kjúklingabaunum og grænmeti

Skálar

  • Auðvelt
  • Búdda skál, vegan
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi skál er frábær máltíð fyrir tvo. Skálin er í góðu jafnvægi, full af góðu grænmeti og með kínóa og kjúklingabaunir sem próteingjafa. Í þessari uppskrift má skipta út grænmetinu að vild, t.d. nota bara 1-2 tegundir af fersku grænmeti í staðinn fyrir 3 osfrv.

  • 1 dl ósoðið kínóa
  • hrátt grænmeti spíralíserað/skorið td:
  • 1 gulrót
  • 1 meðalstór rauðrófa
  • ½ kúrbítur eða gúrka 
  • 2 dl soðnar kjúklingabaunir (t.d. úr krukku)
  • 1 msk olía
  • ½ - 1 tsk reykt paprika, duft
  • ½ tsk sjávarsalt 
  • 1 tsk hlynsíróp (ef vill)
  • ½ spergilkálshöfuð
  • 1 rauðlaukur
  • olía til að steikja upp úr
  • smá sjávarsalt og svartur pipar  
  • 1 stk avókadó, skorið í bita
  • sítrónusafi og salt (fyrir avókadóið)
  • Sósa: hummus eða spicy mayo

Aðferðin

Sjóðið kínóa, farið eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Á meðan kínóað sýður, undirbúið hitt hráefnið.

Rennið ferska grænmetinu í gegnum spíralízer eða skerið það niður frekar þunnt.

Hitið olíu á pönnu, setjið kjúklingabaunirnar út á, kryddið með reyktri papriku og salti og smá hlynsírópi ef vill. Leyfið að malla við vægan hita í 3-5 mín.

Skerið spergilkálið í bita þar sem bæði blóm og stöngull eru  saman, afhýðið rauðlaukinn og skerið í u.þ.b. 6 hluta. Hitið olíu á pönnu og setjið svo grænmetið út á, kryddið og steikið í u.þ.b. ½ mín hvora hlið á vel heitri pönnu.

Setjið nú soðið kínóa í tvær skálar, svo ferska grænmetið (skorið eða spíralíserað eftir hvað hentar), ásamt avókadó m/sítrónusafa og salti. Svo kemur steikta grænmetið og kjúklingabaunirnar ofan á. Setjið svo vel af sósunni yfir.

Njótið!