Fallegt spaghetti m/ pestó og tómötum
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Falleg framsetning getur breytt hversdagslegum pastarétt í fallegan rétt sem sómir sér vel til dæmis í matarboði.
- 250 g spaghetti
- 250 g kirsuberjatómatar
- 6 hvítlausrif
- 2-3 timían greinar
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- ½ tsk chiliflögur
- 2-3 msk ólífuolía
Pestó
- 50g ristaðar heslihnetur
- 25g fersk basilíka
- 10g ferskur kóríander
- 2 msk næringarger
- safi og hýði af 1 sítrónu
- 2 dl ólífuolía
- 3 hvítlauksrif (sem voru bökuð með tómötunum)
til að skreyta:
- blóm
- spírur
- fersk basilíka
Hitið ofninn í 200°C.
Skerið kirsuberjatómatana í tvennt, og raðið á bökunarplötu, skerið hvítlauksrifin í fernt og stráið yfir ásamt, timiangreinum, salti, chiliflögum og olíu. Látið bakast í 15-18 mínútur.
Á meðan tómatarnir eru að bakast, setjið allt sem fer í pestóið í blandara og blandið saman.
Sjóðið síðan pastað samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum.
Þegar pastað er soðið, hellið í sigti, setjið í skál með pestóinu og blandið saman.
Vefjið pastanu utan um tréspaða til að móta það. Setjið á disk, setjið tómatana og hvítlauk yfir og skreytið með blómum og spírum.
Gott að bera fram með fetaosti ef vill, t.d. vegan feta.