Tófú biti

Sushi Tófú

  • Miðlungs
  • Sushi tófú
  • Vegan: Já

Uppskrift

Tófú og hrísgrjóna bitar sem mætti kalla risa sushi.

  • 200g tófú, skorið í 2 stórar sneiðar
  • marinering:
  • 3 msk tamari
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 tsk laukduft
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 b hrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum
  • 4 msk gómasíó (uppskrift undir meðlæti/kryddblöndur)
  • 2-3 msk pikklaður engifer
  • 2 nórí blöð
  • til að bera fram:
  • tamari sósa
  • pikklaður engifer
Byrjið á að marinera tófúið.

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum og látið aðeins kólna.

Setjið hrísgrjónin í matvinnsluvél ásamt gómasíó og pikkluðum engifer og ýtið á pulse þar til þetta hefur blandast saman án þess þó að verða að mauki.
(Ef þið eigið ekki gómasíó er hægt að nota sesamfræ, smá salt og wasabi í staðinn)

Steikið tófúið á pönnu við meðal hita, 2-3 mín hvor hlið.

Klippið nori blað í strimla, mótið hrísgrjónin i örlítið þykkari sneið en tófúið, setjið tófúið ofan á og vefjið noriblöðunum utan um.

Njótið!