Aðalréttir

Fyrirsagnalisti

Penne með pestó - Pasta og pizzur Sumar

Einfalt, fljótlegt og mjög bragðgott pasta með pestó, kjúklingabaunum og ólífum.

Himneskt pasta er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.

Grænmetisbuff m/kapers sósu - Buff og falafel Sumar

Þessi buff eru frábær með sumarlegu dill og kapers sósunni okkar. Tilvalið að bera fram með fersku salati.

Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú

Kúrekakássa úr kjúklingabaunum - Pottréttir Sumar

Einföld máltíð sem er sniðug þegar við viljum eitthvað fljótlegt en gott. Til dæmis tilvalið að græja í útilegu yfir prímusnum.Gott að bera fram með góðu brauði, t.d. naan brauði, pítubrauði eða í vefju.


Pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Vorlegt pastasalat


Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér. 

Grískt pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Þessi máltíð er frábær þegar tíminn er naumur. Einfalt, fljótlegt og gott. Passlegt fyrir tvo, en auðvelt að stækka uppskriftina fyrir fleiri.


Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.