Pizza með kartöflum og rabarbara
- Auðvelt
Uppskrift
Pizza með kartöflum og rabarbara
- 1 pizzubotn, ca 25 cm í þvermál
- 100g rifinn ostur að eigin vali (t.d. violife fyrir vegan)
- 2 msk hvítlauksolía (ólífuolía með rifnum hvítlauk)
- 2 stórar kartöflur eða 3 minni, skornar í mjög þunnar sneiðar (best að nota mandolín eða ostaskera)
- 1-2 msk ferskt rósmarín
- 1 rabarbaraleggur, skorinn í þunnar sneiðar
- 1 msk chipottle mauk (frá santa maria) eða chilimauk
- 1 tsk sjávarsaltflögur
Hitið ofninn í 200°C.
Kaupið tilbúinn pítsabotn frá Stonefire eða bakið botn frá grunni (sjá hér að neðan). Ef þið gerið botninn frá grunni, er gott að forbaka hann í nokkrar mínútur.Byrjið á að blanda hvítlauksolíunni saman við rifna ostinn og þekja pítsabotninn.
Því næst er þunnum kartöflusneiðunum raðað ofan á, rósmaríni stráð yfir og svo er pizzan sett inn í ofn og bökuð í 5-6 minútur.
Veltið rabarbarabitunum upp úr chipottle maukinu og dreifið yfir kartöflusneiðarnar og haldið áfram að baka pítsuna í ca 5-6 mínútur.
Pizzan er tilbúin þegar kartöflurnar eru byrjaðar að taka á sig lit eða brenna aðeins i kantinn.
Speltbotn
- 250 g spelt , fínt og gróft til helminga
- 2-3 tsk lyftiduft
- ½ tsk sjávarsalt
- 1 tsk óreganó
- 2 msk ólífuolía
- 1,3 dl heitt vatn
Blandið þurrefnum saman í skál, bætið svo olíunni og vatninu út í og hrærið með gaffli (deigið er heitt).
Hnoðið svo örstutt með fingrunum og fletjið út tvo þunna pizzubotna.
Forbakið botnana við u.þ.b. 190°C í 3 mínútur (fylgist með að brenni ekki við).