Grænmetisbuff m/kapers sósu

Buff og falafel Sumar

  • Miðlungs
  • Grænmetisbuff með kasjú og kapers sósu
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi buff eru frábær með sumarlegu dill og kapers sósunni okkar. Tilvalið að bera fram með fersku salati.

Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú

  • Grænmetisbuff

  • 200g tófú, rifið
  • 150g kartöflur, rifinar
  • 100g hvítkál, rifið
  • 50g rauð paprika, smátt skorin
  • 1 vorlaukur, smátt saxaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • ½ tsk sjávarsalt
  • ¼ tsk chipotleduft
  • 1 tsk sítrónuhýði

  • Kasjú og kaperssósa

  • 100g kasjúhnetur, lagðar í bleyti
  • 200 ml vatn
  • 30g sinnep
  • 2 döðlur, smátt skornar
  • 20g kapers, saxað smátt
  • 1 tsk dill þurrkað eða 1 msk ferskt

Grænmetisbuff:

Byrjið á að rífa grænmetið og setjið í spírupoka eða sigti og kreistið safann úr því.

Setjið síðan grænmetið í skál ásamt restinni af uppskriftinni og blandið saman.

Mótið buff úr deiginu.

Steikið buffin á heitri pönnu. 


Fyrir sósuna:

Hellið vatninu af kasjúhnetunum sem lágu í bleyti og skolið hneturnar.

Setjið hneturnar í blandara ásamt nýju vatni, sinnepi og döðlum.

Blandið þar til silkimjúkt.

Setjið kapersið og dillið út í og klárið að blanda.