Pottréttur með hnetusmjörssósu

Pottréttir

 • Auðvelt
 • gadogado
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi himneski pottréttur er innblásinn af indónesískri matargerð. Hnetusmjör, sætar kartöflur, blómkál, baunir, engifer og madras karrí....himnesk blanda! Pottréttinn er gott að bera fram með fullt af grænu og fersku salati. Og ef ykkur líkar kóríander, ekki spara hann. Sumstaðar er litið á kóríander sem mælikvarða á gestristni, því ríkulegra af kóríander, því höfðinglegri er gestgjafinn!

Pottréttur

 • 300g sætar kartöflur
 • 200g kartöflur
 • 100g blómkál
 • 1 krukka forsoðnar kjúklingabaunir
 • 2 msk ólífuolía
 • ½ dl vatn
 • 1 tsk salt 
 • 1 tsk paprikuduft 
 • 1 tsk cumin duft
 • 2 dl kókosmjólk 
 • 2 dl vatn
 • 1 dl hnetusmjör
 • 2 tsk garam masala eða curry paste
 • 2 stk hvítlauksrif
 • 2 msk engiferskot
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1 msk sítrónusafi
 • ferskur kóríander 
 • þurristaðar kasjúhnetur
 • sítróna eða lime til að kreista yfir

Skerið niður sætar kartöflur og kartöflur og bakið við 200°C í 25-30 mín með ólífuolíu + ½ dl vatni + salti, paprikudufti og cumin dufti. 

Setjið kókosmjólk og vatn, hnetusmjör, curry paste, hvítlauk, engifer og salt í blandara og blandið. 

Látið kókosmjólkurblönduna malla í potti ásamt blómkálsbitum og soðnum kjúklingabaunum í 10 mínútur. 

Bætið kartöflum og sætum kartöflum út í og látið malla í 2 mín. 

Þurristið kasjúhnetur á meðan

Stráið hnetum og kóríander yfir áður en borið fram, skerið niður sítrónu eða lime sneiðar til að kreista yfir ef vill. 

Dásamlegt borið fram með fersku salati.