Linsubuff
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Þessi uppskrift er bæði auðveld og bragðgóð og börn eru yfirleitt hrifin af þessum buffum. Gott getur verið að sleppa chili-inu ef börnin eru ekki hrifin af því.
- 2 ½ dl soðnar brúnar linsur (1 dl ósoðnar)
- ½ kg kartöflur, soðnar og kældar
- 1 stk rautt chilialdin, fræhreinsaður og saxaður
- 1 stk blaðlaukur, í þunnum sneiðum
- 1 stk hvítlauksrif, pressað
- 1 tsk engiferskot eða rifinn engifer
- 2 msk ferskur kóríander, saxaður
- Rasp:
- ½ dl sesamfræ
- ½ dl kókosmjöl
- ½ dl kartöflumjöl
- 1 tsk madras karrý eða garam masala
Setjið allt í skál og hnoðið saman með höndunum eða setjið í hrærivél og hnoðið. Athugið: ekki mauka deigið í matvinnsluvél því þá verður það of þunnt. Mótið buffin með ískúluskeið, þá verða þau öll jafn stór, og veltið þeim upp úr raspi. Hitið olíu á pönnu og steikið buffin þar til þau verða gyltt og flott báðum megin.