Tortillur með svörtum baunum og guacamole

Pottréttir Vefjur

 • Auðvelt
 • Tortillur m svortum baunum
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Þessi réttur er rosalega bragðgóður og auðveldur í framkvæmd. Við notum lífrænar tortillur frá Santa Maria, þær er hægt að fá úr heilhveitiblöndu og súrdeigi. Best er útbúa svartbaunamaukið þegar salsa og guacamole er tilbúið, hita svo tortillur í ofninum í 1-2 mín og raða svo öllu góðgætinu í tortillurnar og rúlla upp. Sumum finnst gott að bæta uppáhalds jurta-ostinum sínum við. Njótið!

 • Guacamole 
 • 2 avókadó 
 • 1 msk rauðlaukur, saxaður 
 • 1 msk fínt saxaður ferskur chilipipar 
 • 2 msk ferskur kóríander, saxaður 
 • 1 msk límónusafi 
 • 1 hvítlauksrif, pressað 
 • ¼ tsk sjávarsaltflögur

 • Salsa 
 • 4 plómutómatar 
 • 1 rauð paprika 
 • 3 msk granateplakjarnar (má sleppa)
 • 2 msk saxaður ferskur kóríander 
 • 1 msk rauðlaukur 
 • 1 msk rifið límónuhýði 
 • 1 msk límónusafi 
 • 1 msk smátt saxaður ferskur chili 
 • ½ tsk sjávarsalt 
 • nýmalaður svartur pipar

 • Svartbaunamauk 
 • 3 msk ólífuolía 
 • 2 hvítlauksrif, pressuð/söxuð 
 • 2 dósir svartar baunir (7 dl soðnar) 
 • 4 tsk lífræn kryddblanda frá Santa Maria 
 • 1 tsk sjávarsaltflögur 
 • 2 msk sítrónusafi 
 • 5 msk ferskur kóríander, saxaður

Guacamole

Afhýðið avókadóið og stappið með gaffli, má hafa svolítið af grófari bitum. Saxið rauðlaukinn, chilialdinið og ferska kóríanderið smátt og blandið allri uppskriftinni saman. Setjið inn í ísskáp í 10-15 mín. Geymist í 3-4 daga í loftþéttu íláti í kæli. 

Salsa

Skerið tómatana fyrst í tvennt og kjarnhreinsið og skerið paprikuna í tvennt og steinhreinsið. Skerið síðan í litla teninga, um ½ x ½ cm, og setjið í skál. Saxið rauðlaukinn smátt ásamt ferska chiliinu. Blandið allri uppskriftinni saman í skál.


Svartbaunamauk

Hitið olíuna á pönnu og léttmýkið hvítlaukinn þar í. Bætið svörtu baununum út á ásamt kryddblöndunni og látið malla í um 5 mín. Gott að hræra í og mauka baunirnar aðeins með sleifinni. Kryddið með salti og sítrónusafa. Takið af hitanum og hrærið ferskum kóríander út í.