Kartöflu-chili buff

Buff og falafel

  • 5-6 manns
  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi buff eru sérstaklega vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og með tilliti til hennar er snjallt að minnka magnið af vorlauk og chili. 

  • 750g soðnar kartöflur, afhýddar
  • 125g rifinn jurtaostur (eða annar ostur)
  • 4 stk vorlaukar, skornir smátt
  • 1 búnt ferskur kóríander, fínt saxaður
  • 3 stk græn chilialdin, steinhreinsuð og söxuð
  • smá sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 125g sesamfræ
  • 125 heslihnetur

Blandið öllu nema raspinu saman í skál, hnoðið vel saman og mótið u.þ.b. 12 buff. Setjið sesamfræ og heslihnetur í blandara og malið frekar fínt. Veltið buffunum upp úr hneturaspinu og setjið í kæli Það er betra að eiga við þessi buff ef þau hafa verið sett smá stund í kæli áður en þau eru steikt. Hitið olíu á pönnu og steikið buffin í um 2 1/2 mín á hvorri hlið, eða þar til þau eru orðin gullin á lit. Haldið buffunum heitum í ofninum þar til þið berið þau á borð með góðri sósu.