Buff og bollur - leiðbeiningar

Buff og falafel

Uppskrift

1. Best er að hnoða buffdeig í hrærivél eða í höndunum. Ef deigið er maukað í matvinnsluvél verður það frekar að mauki. Þó er matvinnsluvél notuð í einstaka bolluuppskriftum. 

2. Þegar búið er að móta buffin/bollurnar er mjög gott að velta þeim upp úr mjöli/fræjum og hvíla þau svo í kæli í ½ - 1 klst áður en þau eru steikt því þá verða þau stinnari og þéttari og auðveldara er að steikja þau. 

3. Ef buffin eru steikt á pönnu er gott að hita olíuna áður en buffin eru sett á pönnuna, en síðan er hitinn lækkaður svo að þau brenni ekki. Nauðsynlegt er að hafa góðan þunnan spaða til að snúa buffunum. Leyfið buffunum að steikjast í friðið á hvorri hlið fyrir sig án þess að fikta mikið í þeim og ekki snúa þeim fram og tilbaka að óþörfu.