Fylltar paprikur
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 4 rauðar paprikur, meðalstórar
- 200 gr sólþurrkaðir tómatar (hellið olíunni af og maukið í matvinnsluvél)
- 200 gr þistilhjörtu (hellið olíunni af og maukið í matvinnsluvél)
- 150 gr heslihnetur, malaðar í matvinnsluvél
- 150 gr möndlur, malaðar í matvinnsluvél
- 150 gr rifinn ostur, t.d. jurtaostur
- 50 gr parmesan, t.d. jurtaparmesan
- 150 gr soðnar kjúklingabaunir eða soðnar kartöflur
- 1 ½ tsk karrý
- 1 tsk paprikuduft
- smá salt & cayennepipar
- 1 búnt ferskur kóríander
Paprikurnar eru skornar í tvennt og steinhreinsaðar, sólþurrkaðir tómatar eru maukaðir ásamt þistilhjörtunum, möndlur og hnetur eru malaðar, osturinn + parmesaninn rifinn, síðan er allt nema paprikurnar sett í skál og hnoðað saman eða hrærivélaskál og hrært saman.
Paprikurnar eru svo fylltar og bakaðar við 180°c í ca 20-25 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar á yfirborðinu.
Frábært að bera fram kalda jógúrtsósu með (t.d. vegan jógúrtsósu)
Köld jógúrt sósa
- 1 dós hrein jógúrt að eigin vali (t.d. sojajógúrt)
- 1-2 msk gott mangó chutney
- 2 tómatar, skornir í tvennt, kjarninn skafinn innanúr og þeir síðan smátt saxaðir
- 1 dl smátt söxuð agúrka
- ½ dl smátt saxaður rauðlaukur
- 2 msk smátt saxaður ferskur kóríander
- smá salt
- smá nýmalaður svartur pipar
Öllu hrært saman