Botn
- 100 g kókosmjöl
- 100 g hnetur, t.d. pekan eða möndlur
- 30 g hreint kakóduft
- 250 g döðlur
Byrjið á að setja hnetur, kókosmjöl, kakóduft og salt í matvinnsluvél og látið blandast saman og hneturnar malast. Bætið döðlunum útí og blandið þar til þetta klístrast vel saman. Þrýstið botninum niður í muffinsform, geymið í kæli/frysti meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling
- 3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1-2 klst
- ½ dl kókospálmasykur
- ½ dl hlynsíróp
- ¾ dl kókosolía, fljótandi
- 1 dl sítrónusafi
- 1 msk sítrónuhýði
- 2 tsk vanilla
- smá sjávarsalt
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt og kornlaust.
Hellið sítrónufyllingunni yfir botninn.
Súkkulaði
- ½ dl kakóduft
- ¼ dl hlynsíróp
- ¼ dl kakósmjör
- ¼ dl kókosolía
Sett í skál og hrært saman með gaffli.
Hellið svo súkkulaðinu yfir sítrónufyllinguna og látið standa í frysti í 3 klst.
Kökurnar geymast best í frysti ef á að bjóða uppá þær seinna. Þá er gott að taka kökurnar úr frystinum tímanlega og leyfa aðeins að mýkjast áður en þið bjóðið uppá þessa dásemd.