Einfaldur chiagrautur
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Chiagrautur
- ½ dl chiafræ
- 3 dl vatn eða þín uppáhalds jurtamjólk
- ½ tsk kanill
Um kvöld: Setjið chiafræin í krukku ásamt vökvanum, hristið eða hrærið aðeins saman og látið standa í ísskápnum fram á morgun. Einnig er hægt að útbúa grautinn samdægurs, látið þá standa í 10 mínútur og hrærið aðeins í. Stráið berjum, möndlum og mórberjum yfir. Ef þið viljið sætari graut má bæta msk af þurrkuðum ávöxtum út á, eða tsk af hunangi. Hellið mjólkinni út á og njótið.
Út á grautinn
- nokkur ber eða bitar ferskur ávöxtur
- nokkrar saxaðar möndlur
- nokkur mórber
- uppáhalds mjólkin þín (ef vill)