Morgunverður

Fyrirsagnalisti

Kínóa skál - Dögurður

Þessi skál er virkilega bragðgóð og fer vel í maga. Hún er tilvalin í hádeginu og jafnvel enn betri í morgunsárið, þegar við höfum tíma til að dekra við okkur. Oft erum við vön sætu bragði á morgnana, en þessi skál fer í aðra átt með bragðlaukana. Upplagt að prófa einn ljúfan helgarmorgun þegar rýmri tími gefst fyrir morgunmatinn. 

Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


Lummur með chiafræjum - Dögurður

  • 2 dl spelt
  • 1/2 dl tröllahafrar eða haframjöl
  • 1/2 dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn)
  • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk vanilla
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 salt
  • 2 1/2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk
  • 2 msk kókosolía eða önnur góð olía
  • 2 msk útbleytt chiafræ (1/4 fræ, 3/4 vatn)