Morgunverður

Fyrirsagnalisti

Haframjölsbaka - Dögurður

Þessi dásamlega baka er tilvalinn morgunverður þegar við höfum nægan tíma og viljum eitthvað extra gott. Til dæmis á notalegum helgarmorgni eða í fríi. Enginn viðbættur sykur er í uppskriftinni, en bragðið er himneskt.

Lummur m/bláberjum - Bakstur Dögurður

Frábærar í brunch eða eftirmiddags kaffi.

Vegan "ommeletta" - Dögurður

Frábærar morgunverðar pönnukökur úr kjúklingabaunamjöli.

French toast - Dögurður

French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.

Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.

Brauð með avókadó og kasjúosti - Dögurður

Ristað súrdeigsbrauð með kasjúosti, avókadó og paprikumauki. Frábært í morgunmat, hádegismat eða í brunch.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.


Kínóa skál - Dögurður

Þessi skál er virkilega bragðgóð og fer vel í maga. Hún er tilvalin í hádeginu og jafnvel enn betri í morgunsárið, þegar við höfum tíma til að dekra við okkur. Oft erum við vön sætu bragði á morgnana, en þessi skál fer í aðra átt með bragðlaukana. Upplagt að prófa einn ljúfan helgarmorgun þegar rýmri tími gefst fyrir morgunmatinn. 

Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


Lummur með chiafræjum - Dögurður

  • 2 dl spelt
  • 1/2 dl tröllahafrar eða haframjöl
  • 1/2 dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn)
  • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk vanilla
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 salt
  • 2 1/2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk
  • 2 msk kókosolía eða önnur góð olía
  • 2 msk útbleytt chiafræ (1/4 fræ, 3/4 vatn)