Morgunverður

Fyrirsagnalisti

Tröllahafra baka - Dögurður Grautar

Ljúffeng baka úr tröllahöfrum, apríkósum og bláberjum. Tilvalið að bera fram með grískri jógúrt eða þykkri jurtajógúrt t.d. þessari lífrænu frá Sojade.


Brownie hafrabaka - Bakstur Dögurður

Þessa haframjölsböku er gott að bera fram volga með þinni uppáhalds jógúrt og jafnvel ferskum berjum eða ávöxtum. Tilvalin í helgarbrunch.


French toast - Dögurður

French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.

Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.

Berja mulningur - Dögurður Haust

Berja mulningur er dásamlegur í morgunmat með góðri jógúrt. Frábær í helgar-brunch. Einnig gott sem síðdegishressing.

Notið þau ber sem þið eigið hverju sinni. Frosin ber úr búðinni, eða rifsber, sólber, jarðarber, hindber úr garðinum, eða bláber úr berjamó. Að þessu sinni notuðum við hindber og bláber og nokkur rifsber, það var góð samsetning.
Berja mulningurinn er ekki jafn sætur og berjapæ, því hann er hugsaður sem morgunverður.
Við setjum próteinduft út í til að gera hann saðsamari. Það má sleppa próteinduftinu, en þá er gott að setja ögn af sykri út á berin, því flest próteinduft sæta aðeins.

Vegan "ommeletta" - Dögurður

Frábærar morgunverðar pönnukökur úr kjúklingabaunamjöli.

Brauð með avókadó og kasjúosti - Dögurður

Ristað súrdeigsbrauð með kasjúosti, avókadó og paprikumauki. Frábært í morgunmat, hádegismat eða í brunch.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.


Haframjölsbaka - Dögurður

Þessi dásamlega baka er tilvalinn morgunverður þegar við höfum nægan tíma og viljum eitthvað extra gott. Til dæmis á notalegum helgarmorgni eða í fríi. Enginn viðbættur sykur er í uppskriftinni, en bragðið er himneskt.

Lummur m/bláberjum - Bakstur Dögurður

Frábærar í brunch eða eftirmiddags kaffi.

Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum - Dögurður Grautar

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


Lummur með chiafræjum - Dögurður

  • 2 dl spelt
  • 1/2 dl tröllahafrar eða haframjöl
  • 1/2 dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn)
  • 1 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk vanilla
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 salt
  • 2 1/2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk
  • 2 msk kókosolía eða önnur góð olía
  • 2 msk útbleytt chiafræ (1/4 fræ, 3/4 vatn)