Fyrirsagnalisti
Berja mulningur er dásamlegur í morgunmat með góðri jógúrt. Frábær í helgar-brunch. Einnig gott sem síðdegishressing.
Notið þau ber sem þið eigið hverju sinni. Frosin ber úr búðinni, eða rifsber, sólber, jarðarber, hindber úr garðinum, eða bláber úr berjamó. Að þessu sinni notuðum við hindber og bláber og nokkur rifsber, það var góð samsetning.
Berja mulningurinn er ekki jafn sætur og berjapæ, því hann er hugsaður sem morgunverður.
Við setjum próteinduft út í til að gera hann saðsamari. Það má sleppa próteinduftinu, en þá er gott að setja ögn af sykri út á berin, því flest próteinduft sæta aðeins.