Sólberjaskál

Haust Hristingar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já

Uppskrift

  • 2 ½ dl frosin sólber
  • 1 banani
  • ½ - 1 avókadó
  • 1 tsk vanilluduft (eða dropar)
  • 1 dl kókosmjólk (fyrir rjómakenndari skál er hægt að setja kókosmjólkurdósina inn í ísskáp í smá stund svo þykki hlutinn stífni, nota síðan bara þykka hlutann í uppskriftina).
Setjið kókosmjólkina, avókadó, banana og vanillu í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Hafið blandarann í gangi, takið tappann úr lokinu og setjið sólberin ofan í nokkur í einu. Þannig nær skálin að verða alveg silkimjúk. Ef blandarinn ykkar er ekki mjög kröftugur er hægt að setja þetta fyrst í matvinnsluvél og síðan í blandarann. Eða hafa þetta þynnra og setja síðan inn í frysti smá stund svo skálin þykkni.

Setjið maukið í skál og skreytið með ferskum ávöxtum, heslihnetum og hampfræjum.