French toast

Dögurður

  • Vegan French Toast
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.

Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.

  • súrdeigsbrauðsneiðar, 8 meðalstórar eða 4 stórar
  • 2 msk olía til að steikja upp úr
  • deig:
  • 2 dl kókosmjólk
  • 1 dl kókospálmasykur
  • 1 þroskaður banani
  • 1 msk chiafræ
  • ½ tsk vanilla
  • smá sjávarsalt

Setjið allt hráefnið í deigið í blandara og blandið saman (kókosmjólk, kókospálmasykur, banani, chiafræ, vanilla og sjávarsalt).

Dýfið brauðinu ofan í deigið, látið liggja í 15 sek á hvorri hlið (ef það liggur mikið lengur getur brauðið orðið of blautt og þá verður erfitt að fá stökka og girnilega húð á það).

Steikið brauðið í kókosolíunni á heitri pönnu, í um 2 mín á hvorri hlið.

Berið fram með ferskum berjum, hlynsírópi og nokkrum sjávarsaltkornum.