Haframjölsbaka

Dögurður

  • Auðvelt
  • haframjölsbaka
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi dásamlega baka er tilvalinn morgunverður þegar við höfum nægan tíma og viljum eitthvað extra gott. Til dæmis á notalegum helgarmorgni eða í fríi. Enginn viðbættur sykur er í uppskriftinni, en bragðið er himneskt.

  • 2 b tröllahafrar
  • 200g þurrkaðar aprikósur, skornar í litla bita
  • 4 msk chiafræ
  • 2 tsk kanilduft
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • 2 b haframjólk eða önnur jurtamjólk
  • 4 msk hnetusmjör
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 b bláber, frosin eða fersk

Byrjið á að setja tröllahafrana í eldfast mót ásamt aprikósubitum, chiafræjum, kanilduft, lyftidufti og sjávarsaltflögum. Blandið létt saman.

Setjið jurtamjólk, hnetusmjör og vanilludropa í blandara og blandið saman eða í skál og hrærið saman og hellið yfir hafrablönduna.

Endið á að setja bláberin yfir og blandið saman og þjappið létt niður í formið svo yfirborðið verði nokkuð jafnt. Látið standa í ca 15 mín.

Bakið við 190°C í 30-35 mín.

Takið út úr ofninum og leyfið að standa í um 10 mín áður en þið skerið og berið fram.

Berið fram með ykkar uppáhalds jógúrt, t.d. þykkri grískri jógúrt eða góðri vegan jógúrt.

Einnig er virkilega ljúffengt að bera fram með blöndu af jógúrt og þeyttum rjóma. Þá þeytið þið rjóma og blandið síðan 50/50 með jógúrt.

Vegan útgáfan er dásamleg með kókosjógúrt og hafrarjóma.
Þá þeytið þið hafrarjóma og blandið síðan 50/50 með kókosjógúrt.