Haframjölsbaka
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Þessi dásamlega baka er tilvalinn morgunverður þegar við höfum nægan tíma og viljum eitthvað extra gott. Til dæmis á notalegum helgarmorgni eða í fríi. Enginn viðbættur sykur er í uppskriftinni, en bragðið er himneskt.
- 2 b tröllahafrar
- 200g þurrkaðar aprikósur, skornar í litla bita
- 4 msk chiafræ
- 2 tsk kanilduft
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- 2 b haframjólk eða önnur jurtamjólk
- 4 msk hnetusmjör
- 2 tsk vanilludropar
- 1 b bláber, frosin eða fersk
Byrjið á að setja tröllahafrana í eldfast mót ásamt aprikósubitum, chiafræjum, kanilduft, vínsteinslyftidufti og sjávarsaltflögum. Blandið létt saman.
Setjið jurtamjólk, hnetusmjör og vanilludropa í blandara og blandið saman eða í skál og hrærið saman og hellið yfir hafrablönduna.
Endið á að setja bláberin yfir og blandið saman og þjappið létt niður í formið svo yfirborðið verði nokkuð jafnt. Látið standa í ca 15 mín.
Bakið við 190°C í 30-35 mín.
Takið út úr ofninum og leyfið að standa í um 10 mín áður en þið skerið og berið fram.
Gott að bera fram með kókosjógúrt og hafrarjóma. Þeytið hafrarjóma og blandið síðan 50/50 með kókosjógúrt.
Eða berið fram með ykkar uppáhalds jógúrt.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla