Hafragrautur með súkkulaði og appelsínum

Dögurður Grautar

 • 2 manns
 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Þessi lúxus hafragrautur er tilvalinn í helgarbrönsj, þegar okkur langar að gera okkur glaðan dag.


 • 2 dl haframjöl
 • 2 dl vatn
 • 1 ½ dl jurtamjólk (t.d. haframjólk)
 • 1 ½ tsk kakóduft
 • salt af hnífsoddi
 • ¼ tsk vanilluduft
 • daðla, smátt brytjuð 
 • ofan á:
 • dökkt súkkulaði m/appelsínubragði (smátt saxað)
 • appelsínusneiðar
 • kókosmjöl
 • jurtamjólk að eigin vali

Setjið hafra í pott ásamt vatni, mjólk, kakódufti, döðlu, vanillu og salti.
Suðan er látin koma upp og grauturinn látinn malla í 2-3 mín, passið að hræra í svo grauturinn brenni ekki við.
Setjið grautinn í skálar og skreytið með appelsínusneiðum, kókos og súkkulaði og hellið smávegis mjólk út á. 
Súkkulaðið er gott að rífa með fínu rifjárni, þannig verður meira úr því.