Ljúffengt granóla

Múslí

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Sósan

  • 1 ¼ dl heitt vatn
  • 2 pokar Vanilla chai te - lífrænt frá Pukka
  • ⅔ dl tahini
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk hlynsíróp
  • (Sleppið sírópinu ef þið eru sykurlaus)

Byrjið á að brugga teið með því að setja 2 te poka út í 1 ¼ dl af vatni og látið standa í 5 mín. Hendið tepokunum og setjið teið í blandarann ásamt restinni af uppskriftinni og blandið saman.

Þurrefnin

  • 7 dl tröllahafrar
  • 5 dl kókosflögur
  • 2 ½ dl saxaðar möndlur
  • 1 ¼ dl graskerjafræ
  • 1 ¼ dl sólblómafræ
  • 2 msk sesamfræ
  • 2 msk chiafræ
  • 2 msk hampfræ
  • 2 msk hörfræ

Setjið allt hráefnið i stóra skál. Hellið sósunni yfir og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu (2 ofnskúffur). Dreifið úr blöndunni og bakið við 175°C í 30-40 mín. Hrærið í á um 10 mín fresti.